top of page

Vatnsorka
Vatnsaflsvirkjanir eru knúnar af fallhæð vatnsins. Þegar búið er að gefa leyfi fyrir byggingu virkjunarinnar og fallhæð vatnssins er næg er virkjunin byggð. Í sumum tilvikum er stífla hjá virkjuninni til að vatnið sé stöðugt að fara í gegnum virkjunina. Á sumrin, þegar jöklarnir bráðna og minni þörf er á rafmagni, er vatninu safnað í lóni. Á veturna er vatnið síðan látið renna í gegnum túrbínuna þegar þörfin á rafmagni er meiri. Þetta er gert því það er svo erfitt að geyma rafmagn og tæknin ekki næg til þess. Þegar vatnið fellur í virkjuninni og snýr túrbínunni snýr hún rafali sem býr til rafmagn. Á Íslandi er stærsti hluti rafmagns framleiddur í vatnsaflsvirkjunum eða um 71%.

bottom of page