
Rafmagn
Rafmagn er rafhleðsla og hreyfing þeirra. Rafhleðsla er í flestum efnum og er í langflestum tegundum öreinda. Algengustu tegundir öreinda eru rafeindir, róteindir og nifteindir og þær hafa þrennskonar tegundir rafhleðsla: rafeindir eru með neikvæða hleðslu, róteindir með jákvæða hleðslu og nifteindir er hlutlausar. Í flestum efnum er jafn mikið af rafeindum og róteindum. Rafhleðsla verður til þegar meira magn af annað hvort rafeindum eða róteindum er í efni. Ef meira er af rafeindum er efnið með neikvæða hleðslu en ef efnið er með meira af róteindum þá er efnið með jákvæða hleðslu. Rafmagn verður til dæmis til þegar túrbínur snúa rafölum sem breyta hreyfiorku í rafmagn en dæmi um aðrar aðferðir eru sólarrafhlöður. Rafalar byggja á því að straumur spanast í spólum sem eru undir segulsviði. Rafmagn er framleitt á ýmsa vegu en hér teljum við upp helstu leiðir til framleiðslu rafmagns.