
Framtíð rafmagns
Eftir að hafa lesið okkur til um rafmagn og framleiðslu þess teljum við að rafmagn gæti leyst orkumál framtíðarinnar í langflestum löndum. Það er ekki hægt að finna einhverja eina orkulind sem endist til eilífðar og er allstaðar, t.d. er ekki hægt að virkja vatn í eyðimörk. En allstaðar er hægt fá einhverja raforku frá mismunandi orkugjöfum. Á Íslandi er næg raforka og enn fleiri virkjunarkostir. Tillaga kom um sæstreng milli Íslands og Evrópu sem væri sniðugt en mikil vinna, dýr framkvæmd og erfitt væri að laga hann. Jarðafl er ekki hægt að nýta allstaðar því það er ekki jarðvarmi allstaðar. Vatnsorku er ekki hægt að nýta í þeim löndum sem lítil fallhæð vatns er eða ekkert vatn til staðar. Sólarorka er ekki nýtanleg í löndum þar sem sólin skín lítið og sama á við um vindorku ef það er lítill vindur og báðar þessar orkulindir eru óstöðug orka. Jarðefnaeldsneyti er hægt að nýta en það mengar og það er til í takmörkuðu magni. Lífefnaeldsneyti er sniðugt en það tekur mikið pláss. Kjarnorka klárast einhverntíman og ef slys verður getur það verið mjög stórt slys. Hægt væri að virkja sjóinn en það þarf að þróa tæknina aðeins betur. Við teljum að hægt sé að nýta alla kosti en eins og tæknin er í dag er best að nýta vatnsorku þar sem hægt er.