
Lífefnaeldsneyti
Lífefnaeldsneyti er það þegar plöntur eru teknar og brenndar til að hita upp gufu í orkuverum sem snýr túrbínu sem síðan snýr rafal sem framleiðir rafmagn. Lífefnaeldsneyti er endurnýjanlegur orkugjafi því það er hægt að planta plöntum aftur og aftur. Trén taka til sín koldíoxíð og þegar trén eru síðan brennd losa þau sig við sama magn og þau tóku til sín af koldíoxíð. Aðal tegundir lífefnaeldsneytis eru: eldiviður, orkuskógur og úrgangur frá akuryrkju.
Eldiviður: Þegar verið er að grisja eða höggva niður skóg eru afgangar teknir og brenndir í orkuverum.
Orkuskógur: Ákveðnar tegundir trjáa sem vaxa á 4 ára fresti, uppí 5 metra hæð. Þegar viðurinn er vaxinn er tréð kurlað og brennt í orkuverum.
Úrgangur frá akuryrkju: Hálmur sem verður eftir að búið er að þreskja kornið er notaður til að brenna í orkuverum.
