
Raforka á Íslandi
Ísland er mjög eftirsótt af erlendum fyrirtækjum vegna þess að létt er að fá ódýrt náttúrulegt rafmagn. Á Íslandi eru um 80% rafmagnsframleiðslunnar send beint til fyrirtækja t.d. álvera og ýmissa annarra fyrirtækja. Ef stór fyrirtæki fara að koma til landsins þurfum við að bæta við virkjunum því núna er framleitt ákkurat nóg rafmagn fyrir Ísland. Í raforkuflutningkerfinu er um 5% rafmagnstap. Rafmagn fer úr virkjunum í flutiningkerfið. Landsnet sér um að dreifa rafmagni og þurfa þeir að passa að það sé jafnmikið af framleiðslu og notkun rafmagns. Rafmagninu er dreift til stórra fyrirtækja eða í dreifikerfin. Dreifikerfunum er skipt í ákveðin svæði þar sem þau dreifa rafmagnsorkunni eftir þörfum til húsa. Rafmagnið sem fer til almennrar notkunnar er um 15% af rafmagnsframleiðslu. Orkuframleiðsla á Íslandi dreifist milli fjögurra orkugjarfa: jarðvarma, vatnsorku, vindorku og eldsneytis. Jarðvarmi er margnýtanlegur en rafmagnið sem kemur frá jarðvirkjunum á íslandi er um 28%(5.239 GWst) af heildarframleiðslu. Vatnsorka er stærsta rafmagnsauðlind Íslands en frá vatnsaflsvirkjunum kemur 79% (12.873 GWst) rafmagns á Íslandi. Þá er eitt prósent eftir sem skiptist milli vindorku (8 GWst) og eldsneytis (2 GWst). Þetta er allt samkvæmt tölum frá árinu 2014. Að meðaltali notar hvert heimili um 5 MWst af rafmagni, hér fyrir neðan er skipting rafmagns notkunnar á heimilum samkvæmt norrænu meðalheimili.

